Sunday, January 13, 2013

LITASTJÖRNUSPÁ VOR 2013

Stjörnuspá: Hvaða litur hentar þínu stjörnumerki?

13. janúar 2013 Við fengum hana Siggu Kling til að spá fyrir okkur um liti og stjörnumerkin.  Nú er hægt að sjá hvaða litur hentar þínu stjörnumerki fyrir vorið 2013.
siggakling.jpg
LITASTJÖRNUSPÁ VOR 2013:
Vatnsberinn:
Litur vatnsberans er grænn.  Friður og samræmi eru aðaleinkenni græna litarins og hann gefur kærleika og jarðtengir.  Í draumum táknar grænn litur peninga.
Fiskurinn:
Litur fisksins er silfurgrár sem felur í sér mikinn styrk og frumleika og hefur hreinsandi áhrif.  Þessi silfraða orka tengir mann alheiminum.
Hrúturinn:
Litur hrútsins er hvítur sem er tákn um óeigingjarnan kærleika.  Hvítur er einnig tákn um hjálp frá andlegum leiðbeinendum.
Nautið:
Litur nautsins fyrir vorið er ljósgrænn sem ber vott um hugrænan fimleika, vingjarnleika og skilning.
Tvíburinn:
Litur tvíburans er túrkísblár.  Honum fylgir heildarsýn og tilfinningalegt samræmi.  Hann hefur góð áhrif á þá sem eiga við ójafnvægi að stríða.  Hann veitir gleði og birtu og hjálpar til við kynorkuna.
Krabbinn:
Litur krabbans er svartur sem er litur egósins eða hins perónulega vilja.  Svart er líka tákn stöðuleika og ábyrgðar.
Ljónið:
Litur ljónsins yfir þetta tímabil er gulur sem er tákn vilja, visku og þekkingar.
Meyjan:
Litur meyjunnar í sumar er appelsínugulur sem táknar lífsgleði, lífskraft, kynorku, innri sveigjanleika, ásamt þeim eiginleika að koma auga á spaugilegur hliðar tilverunnar.
Vogin:
Litur vogarinnar er skærrauður sem táknar vilja og framkvæmdaorku eða jarðbundna orku sem tengist hreyfingu og öllum framkvæmdum.
Sporðdreginn:
Litur sporðdregkans er brúnn sem táknar jarðbundna orku og aðstoðar við að njóta lífsins.
Bogmaðurinn:
Litur bogamannsins er bleikur sem er litur ástar og kærleika.  Hann hefur eiginleika til að laða að sér þá persónu sem viðkomandi geðjast að. Góður litur fyrir daður
Steingeitin:
Litur Steingeitarinnar er fjólublár sem veitir viljastyrk, staðfestu og hæfileika til að breyta bæði sjálfum sér og umhverfinu á róttækan hátt.

Kærleikskveðja
Sigga Kling

No comments:

Post a Comment